Fyrstu aðgerðir Borgarbyggðar til að koma til móts við heimili vegna COVID-19

mars 31, 2020
Featured image for “Fyrstu aðgerðir Borgarbyggðar til að koma til móts við heimili vegna COVID-19”

Sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um fyrstu aðgerðir til að koma til móts við heimilin vegna COVID-19. Þetta eru þær aðgerðir sem koma til framkvæmdar strax, en verið er að skoða frekari viðbrögð vegna aðstæðna í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og SSV.

Dvalar- og fæðisgjöld í leikskólum og matargjald í grunnskólum Borgarbyggðar verða endurreiknuð frá og með 17. mars s.l. þegar samkomubann tók gildi og skerða þurfti skólagöngu nemenda í grunnskólum og leikskóladvöl barna. Foreldrar og forráðamenn greiða þá aðeins fyrir þá daga sem barnið sótti skólann samkvæmt upplýsingum frá kennurum.

Einnig munu mánaðar- og árskort í sund og líkamsrækt verða framlengd um þann tíma sem lokanir standa yfir. Ákvörðunin gildir til loka maí nema annað verði gefið út en verði endurskoðuð reglulega með hliðsjón af aðstæðum í samfélaginu.


Share: