Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar

júní 14, 2006
Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps verður haldinn fimmtudaginn 15. júní 2006 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 Borgarnesi og hefst kl. 16,30.
 
Dagskrá fundarins verður:
1. Skýrsla yfirkjörstjórnar um úrslit sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006.
2. Kosning forseta sveitarstjórnar.
3. Kosning 1. og 2. varaforseta sveitarstjórnar.
4. Kosning tveggja skrifara sveitarstjórnar og tveggja til vara.
5. Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Borgarlista.
6. Tillaga um ráðningu sveitarstjóra.
7. Tilhögun á kosningu í nefndir.
8. Kosning þriggja fulltrúa í byggðaráð og þriggja til vara.
9. Tillögur sameiningarnefndar um samþykktir, erindisbréf og skipurit fyrir sveitarfélagið.
10. Kosning um nafn á sameinað sveitarfélag.
11. Tillaga um aukafund sveitarstjórnar.

Share: