Í dag snæddu nemendur Grunnskólans í Borgarnesi ávexti í fyrsta sinn í nýjum sal skólans. Mátti heyra nemendur taka andköf af hrifningu þegar þeir litu inn í nýja stórglæsilega salinn. Frá og með 1. október mun allur matur vera eldaður í nýju eldhúsi og verða kennslurými í skólanum einnig tekin í notkun þá. Mikil tilhlökkun er meðal nemenda, foreldra og kennara skólans fyrir að taka nýju húsakynnin í notkun. Eru allir að hjálpast að við að brúa tímabilið þar til fyrri áfangi skólahúsnæðisins verður tilbúinn.