Starfsfólk frístundastarfs í Borgarbyggð heimsótti frístundaheimili á Seltjarnarnesi og í Fossvogi sl. föstudag. Markmið með heimsókninni var að sjá hvernig önnur sveitarfélög standa að frístundastarfi og deila hugmyndum og reynslu með starfsfélögum. Alls fóru 14 starfsmenn Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar í ferðina ásamt fræðslustjóra og tómstundafulltrúa UMSB.
Skoðaði hópurinn Skólaskjól í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem er dagvist fyrir nemendur í 1. – 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Var vel tekið á móti hópnum og starfsemi Skólaskjólsins kynnt, en hún byggir á þeim markmiðum að skapa börnunum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi og að börnin geti notið sín í leik og starfi. Einnig að börnin rækti margvíslega hæfileika sína í tómstundum og að þau læri að bera virðingu fyrir hvert öðru.
Frístundaheimilið Neðstaland í Fossvogsskóla var heimsótt, en það er rekið af íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur. Nemendur á aldrinum 6-9 ára hafa þar þann möguleika að kynnast hinum ýmsu tómstundum eftir að hefbundnum skólatíma líkur. Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo allir finni eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin breytist vikulega og er þá hægt að velja á milli ákveðinna verkefna eins og íþróttasal, listasmiðju, tölvustofu og bókasafn. Frístundaheimilið Neðstaland er eitt af sjö frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals og Háaleytis.
Heimsóknirnar voru vel heppnaðar að öllu leiti og er hugmynd hópsins að halda áfram samstarfi við ofangreind frístundaheimili.