Frístundastarf í grunnskólum Borgarbyggðar

ágúst 1, 2018
Featured image for “Frístundastarf í grunnskólum Borgarbyggðar”

Frístund er dagvist fyrir nemendur í 1. – 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur.
Hlutverk Frístundar er að mæta þörfum yngstu nemenda með því að skapa þeim öruggan og notalegan samastað, þar sem þeir geta sótt ýmis námskeið og leikið sér í frjálsum leik. Frístund leitast við að nota lýðræðislega starfshætti og efla hæfni barnanna að móta sér sjálfstæðar skoðanir.
Í Frístund er notuð valtafla sem börnin velja með sjónrænu vali hvaða verkefni þau vilja á hverjum tíma.
Gott samstarf er á milli íþróttafélaga og frístundar, reynt er eftir fremsta megni að börn í 1.-4. bekk klári sinn vinnudag klukkan 16:00 þ.e ná að sinna öllum sínum tómstundum áður en þau fara heim úr frístund. Börn í 1. og 2.bekk falla undir svokallað flæði en þau þurfa ekki að skuldbinda sig fyrir alla önnina í einhverja tómstund, foreldrar skrá í gegnum íbúagáttina en ef barni líkar ekki eða vill prófa aðra íþrótt er boðið upp á endurgreiðslu.
Opið er í frístund á Hvanneyri og Borgarnesi á starfsdögum og foreldraviðtalsdögum nema annað sé tekið fram, óskað er sérstaklega eftir skráningu á þeim dögum. Frístundarheimilin eru lokuð í páskafríum, jólafríum og vetrarfríum. Starfsfólk Frístundar leggur áherslu á góð samskipti við forsjáraðila.

Innritun og dvalargjald
Frístund opnar á fyrsta skóladegi eftir skólasetningu. Foreldrar innrita börn sín rafrænt á íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar. Það á við börn sem eru skráð í Frístund í Borgarnesi og Hvanneyri.
Þegar íþrótta og tómstunda tímataflan er tilbúin þurfa foreldrar að heyra í forstöðumönnum Frístundar og láta vita hvaða æfingar ykkar barn mun sækja. Mikilvægt að klára skráningu sem fyrst á íbúagáttinni.
Hver klukkustund í Borgarnesi og Hvanneyri kostar 256 krónur og kaffitími kostar 123 krónur á dag.

Borgarnes
Í haust verður breyting á staðsetningu á Frístund í Borgarnesi. Í stað þess að vera í Grunnskólanum munum við vera í UMSB húsinu við Skallagrímsgötu og einnig í Skátahúsinu. Nánari upplýsingar verða sendar á foreldra fyrir skólasetningu.
Verið er að vinna í að efla starfið fyrir 3.-4. bekk og fá þau til að mynda að fara einu sinni í viku í félagsmiðstöðina Óðal. Taka þau stóran þátt í því að búa sér til sína dagskrá ásamt starfsmönnum.
Frístundarheimilið er opið eftir að skóladegi lýkur til 16:15
Hvanneyri
Selið á Hvanneyri er staðsett innan Grunnskólans. Stefnt er að því að bjóða upp á fjölbreytt íþrótta   og tómstundastarf í samstarfi við einstaklinga og ungmennafélagið á svæðinu.
Frístundarheimilið er opið eftir að skóladegi lýkur til 16:00
Varmaland
Frístund er í boði á Varmalandi eftir að skóla lýkur og þar til skólabíll fer heim. Stefnt er að því að bjóða upp á fjölbreytt íþrótta og tómstundastarf í samstarfi við einstaklinga og ungmennafélagið á svæðinu.
Kleppjárnsreykir
Frístund er í boði á Kleppjárnsreykjum eftir að skóla lýkur og þar til skólabíll fer heim. Stefnt er að því að bjóða upp á fjölbreytt íþrótta og tómstundastarf í samstarfi við einstaklinga og ungmennafélagið á svæðinu.


Share: