Frístundaleiðbeinendur í félagsmiðstöðinni Óðal

ágúst 10, 2020
Featured image for “Frístundaleiðbeinendur í félagsmiðstöðinni Óðal”

Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í félagsmiðstöðina Óðal. Markhópurinn eru unglingar á aldrinum 13-16 ára.

Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er síðdegis og á kvöldin. Starfshlutfall er frá 30 – 50%.

Helstu verkefni og ábyrgð er að leiðbeina unglingum í leik og starfi. Viðkomandi hefur umsjón með og tekur þátt í undirbúning á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa.

Við leitum að einstaklingum sem:

  • hafa áhuga á því að vinna með börnum og unglingum.
  • geta unnið í samráð og samvinnu við unglinga og starfsfólk skóla.
  • sem geta verið í samskiptum við foreldra og/eða forráðamenn.

Menntun og hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Færni í mannlegum samskiptum.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 21. ágúst n.k.

Umsóknir með ferilskrá, meðmælendum og öðrum upplýsingum berist til Davíð Guðmundsson, tómstundafulltrúa á netfangið david@umsb.is.

 

 

 


Share: