Fréttir úr Frístund

mars 25, 2019
Featured image for “Fréttir úr Frístund”

Frístund í Borgarnesi hefur byrjað með nýja hefð að einu sinni í mánuði mætir leynigestur á svæðið og spjallar við krakkana. Fyrsti leynigesturinn var körfuboltastjarnan Sigrún Ámundadóttir og vakti það mikla lukku að fá svona flotta fyrirmynd að leika við sig.

Í síðustu viku mætti Bjarni slökkviliðsstjóri til okkar á slökkviliðsbílnum, hann fór yfir helstu öryggisatriði með börnunum og fengu þeir sem vildu að fara inn í bílinn og skoða sig um. Bjarni hafði orð á því hversu ánægður hann var með börnin, þau hefðu flest fengið

fræðslu þegar þau voru í leikskóla og var greinilegt að þau hafi tekið vel eftir þar, því þau voru með flest öryggisatriðin alveg á hreinu.

Óhætt er að segja að þessi viðbót í frístundarstarfið hefur vakið mikla lukku og þökkum við þeim Sigrúnu og Bjarna fyrir það að hafa gefið sér tíma til að koma og leika við okkur J


Share: