Fréttatilkynning frá ritnefnd bókarinnar ,,Barna- og unglingafræðsla Mýrasýslu“

nóvember 17, 2008
Ritnefnd um útgáfu bókarinnar Barna – og unglingafræðsla Mýrarsýslu þykir miður að tilkynna að útgáfa bókarinnar mun dragast um nokkra mánuði og er stefnt að því að hún komi út á vordögum 2009. Kemur þessi frestun til af óhagstæðu efnahagsástandi í landinu en búið var að semja um prentun í evrum og erfiðara var að fá styrktaraðila. Teljum við að höfðingleg gjöf afkomenda Sigurþórs Halldórssonar, styrk Sögufélags Borgarfjarðar og viljayfirlýsing bæjaryfirvalda geri okkur kleyft að ljúka verkefninu.
Það er því enn hægt að skrá sig í forsölu að bókinni. Ef fólk á myndir úr skólastarfi eða því tengdu þá eru þær vel þegnar. Hægt er að koma áskrift og myndum til Hilmars Más Arasonar aðstoðarskólastjóra í Grsk. í Borgarnesi, hilmara@grunnborg.is
 

Share: