
Fastir liðir eru sveitarstjórnarmaðurinn; sem að þessu sinni er Sveinbjörn Eyjólfsson, fréttaritari úr sveitinni; er Bjartmar Hannesson, kynning á einni nefnd; nú er það skipulags- og byggingarnefnd, ljóð frá íbúa Borgarbyggðar; nýjung sem vonandi lifir lengi. Það undurfallega ljóð um sem nú birtist er eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur á Hvanneyri.
Netfang Laugargerðisskóla hefur misritast í fréttabréfinu. Rétt netfang er www.laugargerdi.ismennt.is
Bent er á að sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur breytt reglum um ljósastaura í dreifbýli eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni. Þrátt fyrir villur í eyðublaði þar sem vísað er í reglur er eyðublaðið að öðru leyti fullgilt. Sjá reglur.
Þess má geta að pappírinn sem fréttabréfið er prentað á er unnin úr endurunnum og blekhreinsuðum trefjum og klórfrírri kvoðu.
Myndin sýnir forsíðu fréttabréfsins.