Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 04.apríl

apríl 22, 2008
Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta annað tölublað ársins 2008. Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa að venju; hreinsunardögum í Borgarbyggð eru gefin góð skil og einnig birtist í því atburðadagatal þar sem fram komu helstu hátíðir sumarsins. Fastir liðir eru sveitarstjórnarmaðurinn; sem að þessu sinni er Finnbogi Leifsson, fréttaritari úr sveitinni; er Þóra Sif Kópsdóttir og ljóðið sem prýðir blaðið nú er eftir Snjólaugu Guðmundsdóttur. Á baksíðunni er auglýsing sem kynnir nýja þjónusta hjá sveitarfélaginu þ.e. boðgreiðslur.
Myndin sýnir forsíðu fréttabréfsins.

Share: