Frá Slökkviliði Borgarbyggðar

desember 18, 2012
Nú er sá árstími þegar hvað mest er hættan á eldsvoða vegna kertaljósa og skreytinga. Slökkvilið Borgarbyggðar vill vekja athygli á nokkrum atriðum:
* Hefur þú athugað virkni reykskynjarans nýlega? Og skipt um rafhlöðu nú fyrir jólin?
* Ertu með eldvarnateppi í eldhúsinu þínu?
* Sýnið aðgát við meðferð, umbúnað og staðsetningu kertaskreytinga.
* Ofhlaðið ekki fjöltengi.
* Fargið gömlum og lélegum jólaseríum.
* Yfirförum og hlöðum slökkvitæki.
* Útvegum með stuttum fyrirvara reykskynjara, slökkvitæki og annan öryggisbúnað (einungis viðurkennd og vottuð vara).
Bestu jóla og áramótakveðjur,
Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri
Slökkvilið Borgarbyggðar
Sólbakka 13, S: 437 2222
 
 

Share: