Frá Saman – hópnum

júlí 15, 2013
Saman-hópurinn hefur sent hvatningu til allra sveitarstjórna landsins um að huga að forvarnarstarfi, sporna gegn áhættuhegðun unglinga og styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu í tengslum við bæjarhátíðir. Sumarið er ávallt álagstími þegar kemur að því að foreldrar setji skýr mörk gagnvart unglingum sínum og því mikilvægt að skemmtanahaldarar sem og leyfisveitendur slíkra hátíða og annarra skemmtana axli ábyrgð á því að ekki skapist svigrúm fyrir áhættuhegðun unglinga og styðji þannig við foreldra og gildi samfélagsins.

 

 

Share: