Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

október 2, 2019
Featured image for “Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Borgarbyggð”

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð sem
myndaður var í vor hefur fundað þrisvar sinnum. Farið hefur verið yfir þær skýrslur
og þarfagreiningar sem gerðar hafa verið á liðnum árum, teikningar og fleiri gögn.
Einnig hefur staðsetning knatthúss/fjölnotahúss verið rædd og hafa starfsmenn
Verkís komið á fund hópsins og Einar Ingimarsson arkitekt sem þekkir vel til núverandi
húsnæðis og vann þarfagreiningu árið 2006.

Stýrihópurinn heimsótti FH í Hafnarfirði, IR í Mjódd og Aftureldingu í Mosfellsbæ
og skoðaði íþróttamannvirki á svæðunum og þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað
í þessum sveitarfélögum. Næsta skref hópsins verður að vinna að þarfagreiningu.


Share: