Framkvæmdir að hefjast við gangstéttar í Borgarvík í Borgarnesi

maí 23, 2014
Á síðasta ári var hafist handa við endurnýjun gangstétta í Borgarvík en samhliða því yfirfór Orkuveita Reyjavíkur hitaveitulagnir í gangstéttarsvæðinu.
Í byrjun næstu viku verður hafist handa við seinni áfanga verksins og er stefnt að verklokum um miðjan júní n.k.
Um er að ræða gangstéttarkaflann frá miðri Borgarvík og að gatnamótum Klettavíkur/Borgarvíkur/Garðavíkur. Verktaki í verkinu verður HSS-Verktak í Borgarnesi.
Ef íbúar hafa ábendingar eða vilja koma einhverju á framfæri vegna verksins, má hafa samband við undirritaðan í síma 433-7100 vegna þeirra þátta verksins sem snúa að endurnýjun gangstétta eða Guðmund Brynjúlfsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur vegna þeirra verkþátta sem snúa að veitulögnum OR.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar óhjákvæmilega munu hafa í för með sér fyrir íbúa götunnar.
Kveðja,
Jökull Helgason
Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs
 
 

Share: