Í vikunni hófust framkvæmdir við Borgarbraut 37-55. Verktakar eru að taka upp gamla gangstétt og í framhaldi verða gamlar veitulagnir endurnýjaðar.
Ökumenn eru beðnir um að aka gætilega í Sandvíkurhallannum, gegnt Menntaskólanum.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Aðrar framkvæmdafréttir
Framkvæmdirnar við Skallagrímsgötu miða vel áfram og þessa dagana er verið er að leggja lokahönd á frágang. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í vikunni. Í þessum verkhluta var ákveðið að helluleggja frá tónlistarskólanum og niður að bílastæðinu við Skallagrímsgötu 5.
Við Gunnlaugsgötu verður steypt gangstétt í næstu viku ef veður leyfir.
Frágangur við veitulagnir í Þórólfsgötu eru í lokafrágangi.