
Framkvæmdir við niðurrif byggingarhluta að Brákarbraut 25 í Brákarey hefjast á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki í lok ágúst 2025, en þær munu standa yfir frá og með 6. maí.
Við viljum beina sérstakri athygli íbúa og gesta að mikilvægi þess að sýna ýtrustu varúð á framkvæmdasvæðinu. Svæðið verður afgirt og merkt í samræmi við öryggisreglur og nauðsynlegt er að fylgja öllum merkingum, lokunum og tilmælum sem þar kunna að vera til staðar, til að tryggja öryggi allra.
Við þökkum íbúum fyrir skilning og gott samstarf á meðan framkvæmdir standa yfir.