Framkvæmdagleði á Hvanneyri

september 15, 2014
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Miklar framkvæmdir hafa verið á Hvanneyri undanfarið, bæði við endurbætur á götum og frágang lóða. Ný klæðning hefur verið lögð á Hvanneyrargötu þ.e. frá hringtorgi að Ásgarði. Þá hafa Sindri Arnfjörð og hans menn fegrað og snyrt lóð grunnskólans á staðnum en þar er nú búið að helluleggja og setja upp flaggstangir.
Myndirnar tók Ragnar Frank Kristjánsson.
 

Share: