Framhaldsprófstónleikar

maí 6, 2016
Featured image for “Framhaldsprófstónleikar”

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir er að ljúka framhaldsprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hluti af prófinu eru tónleikar og mun hún vera með þá í Borgarneskirkju laugardaginn 7. maí kl. 16:00. Anna Þórhildur er tuttugasti og fyrsti nemandinn sem lýkur framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún stefnir á nám í píanóleik við Listaháskóla Íslands næsta haust.
Hún flytur fjölbreytta dagskrá, meðal annars verk eftir Bach, Schubert, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og kvikmyndatónlist.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis


Share: