Frá leikskólanum Hnoðrabóli

júlí 12, 2011
LEIKSKÓLAKENNARA OG MATRÁÐ VANTAR
Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL
Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru laus staða leikskólakennara frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara.
Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.
Einnig er laus 60% staða matráðs við skólann frá og með 8. ágúst n.k.
Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Í samræmi lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði.
Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2011
Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir, leikskólastjóri, í síma 862-0064, eða í tölvupósti; hnodrabol@borgarbyggd.is.

Share: