Í dag kl. 15 var opnað fyrir Karellen leikskólakerfið og nýja heimasíðu leikskólans. Allir söfnuðust saman í salnum og það voru elsta og yngsta barn leikskólans, þau Gabríel Örn og Valdís Lilja, sem sáu um að virkja heimasíðuna og senda tölvupóst til foreldra með nánari upplýsingum. Að því loknu var söngstund og svo opið hús til kl. 16.00.