Frá Grunnskólum Borgarbyggðar

september 16, 2009
Vegna sameiginlegs fundar allra kennara í Grunnskólum Borgarbyggðar verður kennslu í Grunnskólanum í Borgarnesi hætt kl. 12.30 á morgun, fimmtudaginn 17. september. Heimferð frá Laugargerðisskóla verður kl. 12.25, Varmalandsskóla kl. 12.30 og heimferð frá Kleppjárnsreykjaskóla og Hvanneyri kl. 13.00. Tómstundaskólinn í Borgarnesi opnar kl. 12.40, strax að skóladegi loknum og skólaselin á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri verða opin frá
kl. 13.00 fyrir þá krakka sem eru á fimmtudögum.
 
 

Share: