Frábær árshátíð NFGB

mars 31, 2003
Uppselt hefur verið á allar fjórar árshátíðarsýningar sem Nemendafélag G.B. hefur verið að sýna síðustu daga í félagsmiðstöðinni Óðali. Jakob Þór Jónsson leikstjóri hefur greinilega verið að gera góða hluti með unglingunum okkar síðustu sjö vikur og er afraksturinn kraftmikil, fjörug og skemmtileg sýning sem hlotið hefur frábærar viðtökur.
Því hefur verið ákveðið að setja upp eftirtaldar aukasýningar:
Mánudag 31. mars kl. 17.oo og 20.oo
Þriðjudag 1. apríl kl. 20.oo
Miðvikudag 2. apríl kl. 20.oo
 
Þess má geta að atriði úr verkinu var flutt á sunnudaginn var á Samfésdögum í Smáralindinni og vakti verðskuldaða athygli.
Styðjum unga fólkið okkar og eyðum kvöldstund með þeim í Óðali.
i.j.

Share: