
Ekki verða innheimt hefðbundin æfingagjöld af þátttakendum heldur gefst kostur á að kaupa miðaspjöld á lágmarksverði þar sem miðar nýtast jafnt á sumar- sem vetraræfingar, líkt og deildin hefur gert með æfingar fyrir 8.flokk og hefur gefist afar vel.
Með þessu vill Knattspyrnudeild Skallagríms víkka út starfsemi sína og gera sem flestum í því fjölbreytta samfélagi sem hún starfar í , tækifæri til að kynnast þessari vinsælustu íþróttagrein heims.
Fyrsta æfing er laugardaginn 5. maí kl 12:00 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og Knattspyrnudeild Skallagríms tekur fagnandi nýjum knattspyrnuiðkendum.