Ungmennafélagið Íslendingur heldur fótboltamót á Sverrisvelli á Hvanneyri næstkomandi laugardag 4. september. Mótið hefst kl. 11.00 og keppt verður í fimm aldursflokkum, 6 – 9 ára, 10 – 12 ára, 13 – 15 ára, 16 – 19 ára og 20 ára og eldri. Keppt verður í sjö manna bolta og liðin mega vera blönduð. Að keppni lokinni verða skemmtiatriði og mótsslit í skjólbeltunum á Hvanneyri. Grillið verður heitt og tilvalið að hafa með sér mat og drykk.