Forvarnarbolum dreift til unglinga í Borgarbyggð

maí 5, 2008
Nemendur í 7. – 10. bekk í Grunnskólum Borgarbyggðar hafa nú fengið gefins boli með ýmiss konar forvarnarslagorðum. Það er „Samráðshópur um forvarnir í Borgarbyggð“ sem gefur bolina sem er ætlað að fá unglinga og foreldra þeirra til að hugsa um mikilvægi jákvæðs lífstíls og vekja umræður um þessi mál á heimilinu. Slagorðin á bolunum eru samin af Hjördísi Hjartardóttur félagsmálastjóra og Indriða Jósafatssyni íþrótta-og æskulýðsfulltrúa.
Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Óðals www.odal.borgarbyggd.is
 
Myndir: Hanna Kjartansdóttir

Share: