Forsetinn á ferð í Borgarbyggð

febrúar 25, 2009
Í gær var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson í óopinberri heimsókn í Borgarfirði. Hann heimsótti m.a. Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólann á Bifröst, kynnti sér starfsemi skólanna og ræddi við nemendur og starfsfólk. Þá heimsótti forsetinn nýja leikskólann á Hvanneyri en nemendur Andabæjar fluttu í nýtt og glæsilegt húsnæði í gærmorgun. Börnin tóku lagið fyrir forsetann og færðu honum að gjöf bók sem þau hafa samið um líf og störf forsetahjónanna á Bessastöðum. mynd_Áskell
 
 

Share: