Forritarar framtíðarinnar í Grunnskóla Borgarfjarðar

september 16, 2016
Featured image for “Forritarar framtíðarinnar í Grunnskóla Borgarfjarðar”

Grunnskóli Borgarfjarðar hefur fengið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar http://www.forritarar.is/ . Sjóðurinn er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Skema, RB og aðila atvinnulífsins. Styrkurinn felst í þjálfun á kennurum í forritun á vegum Skema að verðmæti 260.000 kr.  Auk þess fær skólinn afhentar 10 tölvur frá sjóðnum. Nemendur Hvanneyrardeildar skólans tóku á móti tölvusendingunni nú í vikunni við mikin fögnuð nemenda. Styrkurinn er mikilvægur fyrir skólann og kemur til með að efla forritunarkennslu við skólann enda mikill áhugi til staðar meðal nemenda og kennara.


Share: