Forntraktorar – meira en járn og stál

október 8, 2009
Næstkomandi laugardag 10. október verður námskeið um forntraktora og varðveislu þeirra haldið í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Námskeiðið sem er samstarfsverkefni Landbúnaðarsafn Íslands, Jörva ehf. og Landbúnaðarháskólans er nú haldið í fjórða sinn. Það er opið öllum áhugamönnum um forntraktora á Íslandi og hentar vel þeim sem hafa áhuga á varðveislu traktora en einnig þeim sem vinna við varðveislu forntraktora. Á námskeiðinu verður fjallað um forntraktora á Íslandi og hvernig þeim má gera til góða, hirða þá og varðveita sögu þeirra sem hluta af menningarsögu sveitanna.
 
Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 20.
Áhersla verður lögð á virkni þátttakenda í miðlun reynslu og þekkingar um viðfangsefnið og að efla tengsl þeirra.
Á námskeiðinu verður athygli meðal annars beint að sögu og varðveislu Ferguson-dráttarvéla. Kennarar: Bjarni Guðmundsson prófessor við LbhÍ og verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, Jóhannes Ellertsson vélvirki og kennari við LbhÍ, Haukur Júlíusson frkvstj., Erlendur Sigurðsson vélameistari Landbúnaðarsafns Íslands og Sigurður Skarphéðinsson vélvirki.
Tími: Lau. 10. okt., kl. 10:00-17:00 í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri (9 kennslustundir).
Verð: 9.900 kr. (innifalið eru m.a. námskeiðsgögn og veitingar yfir daginn).
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.800 kr. (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.
Skráning á námskeiðið er á endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími) eða í síma 433-5000

Share: