Fjórar grenndarstöðvar í Borgarbyggð, sem ekki eru nálægt sumarhúsabyggð, verða fjarlægðar á næstu dögum til viðbótar við þær fimm sem voru fjarlægðar um mánaðarmótin júlí/ágúst. Þetta eru eftirfarandi stöðvar.
-Stöðin við Samtún og skólann á Kleppjárnsreykjum.
-Stöðin við Litla-Kropp.
-Stöðin við Múlakot.
-Stöðin í Hraunhreppi.
Þá eru enn eftir 26 grenndarstöðvar í sveitarfélaginu. Þeim verður fækkað um tvær til fjórar til viðbótar fyrir áramót en hinar verða ekki teknar fyrr en búið er að setja upp stöðvar á öllum sumarhúsasvæðunum.