Undir fjölskyldusvið heyra félagsþjónusta, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, æskulýðsmál, forvarnarmál, leik-, grunn- og tónlistarskóli og íþrótta- og tómstundamál. Markmið sviðsins er meðal annars að stuðla að farsæld barna í barnvænu, heilsueflandi og valdeflandi samfélagi.
Málstjóri sér um að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi og stýrir þróunarverkefni um samþættingu skóla og velferðarþjónustu í anda snemmtækrar íhlutunar.
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veitir ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns samkvæmt óskum foreldra, skóla og/eða barns.
- Aðstoðar við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.
- Ber ábyrgð á og leiðir stuðningsteymi og gerð stuðningsáætlunar.
- Fylgir því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.
- Veitir þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem kennslufræði, þroskaþjálfafræði, félagsráðgjöf eða sálfræði.
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg.
- Reynsla af starfsemi skóla- og/eða félagsþjónustu.
- Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og stuttur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Starfið er laust frá 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2020.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Borgarbyggðar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á borgarbyggd@borgarbyggd.is
Nánari upplýsingar veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sími 433 7100.