Nú standa einhverjir foreldrar í Borgarbyggð frammi fyrir þeirri áskorun að vera í sóttkví með börnin sín. Eðlilegt er að börnin skilji ekki þessar skrítnu aðstæður, því er gott að setjast niður með þeim og tala saman, útskýra og hlusta á þeirra vangaveltur.
Þroskahjálp hefur útbúið upplýsingasíðu fyrir foreldra um Kórónaveiruna á auðveldu máli, sjá hér.
Einnig er eðlilegt að það reyni á hugmyndaflug foreldra að finna afþreyingu fyrir fjölskylduna. Hér er ein hugmynd að samverustund, eina sem þarf er aðgangur að prenta og litir!
Með kveðju
Foreldrafélög leik – og grunnskóla