Fjölmennt á Matarhátíð á Hvanneyri s.l. laugardag

nóvember 28, 2019
Featured image for “Fjölmennt á Matarhátíð á Hvanneyri s.l. laugardag”

Það var fjölmennt á Matarhátíð á Hvanneyri síðastliðinn laugardag. Aðstandendur hátíðarinnar áætla að minnst 500 manns hafi sótt viðburðinn og ber sá fjöldi gott vitni um að matarhandverk er vinsælt og vekur athygli.

Dagskrá hátíðarinnar var þétt og alltaf eitthvað spennandi um að vera. Um 20 aðilar seldu vörur sínar á markaðinum, en framleiðendur komu bæði af Vesturlandi og víðar að. Auk þess var REKO afhending og hægt var að hlýða á örfyrirlestra. 

Hápunktur matarhátíðarinnar var verðlaunaafhending í Asknum 2019 – Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki. Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, og voru 133 vörur skráðar til keppni. Verðlaun voru veitt í 10 flokkum og voru það 22 keppendur sem fóru heim með verðlaun. Sjá nánar um vinningshafa hér.

Borgarbyggð óskar aðstandendum hátíðarinnar til hamingju með vel lukkaða hátíð. 

 

 


Share: