Fjölmenni á þrettándabrennu

janúar 8, 2003
Nú árið er liðið …..
Þrettándabrenna var haldin á Seleyrinni 6. janúar s.l. að viðstöddu fjölmenni. Veðrið var eins og best verður á kosið og var flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Brákar sérlega glæsileg. Halldór Sigurðsson hjá Njarðtaki setti upp brennuna og var brennustjóri.
Bæjarstjórinn í Borgarbyggð flutti ávarp og hvatti menn til að standa saman og vera bjartsýn á nýju ári.
Á heimasíðu grunnskólans í Borgarnesi eru skemmtilegar myndir frá brennunni sem Þór Jóhannsson tók.
 

Share: