Fjölmenni á íbúafund um svefn

nóvember 19, 2019
Featured image for “Fjölmenni á íbúafund um svefn”

Góð þátttaka var á íbúafundi um svefn sem haldinn var undir merkjum Heilsueflandi samfélags í Borgarbyggð þriðjudagskvöldið 12. nóvember sl.

Dr. Erla Björnsdóttir flutti fyrirlestur um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu. Þá fjallaði hún einnig um algeng svefnvandamál og  gaf góð ráð sem eiga að stuðla að bættum nætursvefni.

Soffía Björg Óðinsdóttir söngkona flutti nokkrar vögguvísur við góðar undirtektir og nemendur úr Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar lásu frumsamdar sögur um svefn. Meðal annars flutti Egill Árni Kristjánsson söguna um Ariu og Frosta sem fjallaði um draum. Aria er hundurinn hans Egils Árna og Frosti kötturinn hans. Í draumnum fór Egill Árni í göngutúr með Ariu. Þegar hann kom út á Engjar sleppti hann henni lausri og týndi henni. Svo kom Frosti og hann týndist líka. Aria og Frosti hittust og fóru langt saman til að finna húsið þeirra. Egill Árni hljóp á eftir þeim til að finna þau. Hann fann þau fór heim og vaknaði svo.

Borgarbyggð vill koma á framfæri þakkir til þeirra sem að tóku þátt og til allra sem að mættu á íbúafundinn.

 


Share: