Fjárhagsáætlun 2019 – fyrri umræða

nóvember 13, 2018
Featured image for “Fjárhagsáætlun 2019 – fyrri umræða”

Fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn nóvember sl. Þar er lögð fram tillaga til fjárheimilda fyrir árið 2019 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2020-2022. A hlutinn í rekstri sveitarfélagsins nefnist sá hluti í starfsemi þess sem annast almenna þjónustu (svo sem fræðslumál, félagsþjónustu, æskulýðs- og íþróttamál og byggingar- og skipulagsmál) sem fjármögnuð er með almennum skatttekjum. B hlutinn samanstendur af ýmsum þjónustuliðum. Þeir eru sem sorphirða, fjallskilasjóðir, félagslegar íbúðir, Menningarhúsið Hjálmaklettur, Menntaskóli Borgarfjarðar, nemendagarðar MB, Reiðhöllin Vindás og viðbygging við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð. Þessir þjónustuliðir eiga það sameiginlegt að þeir eru fjármagnaðir að 50% eða meir af þjónustutekjum eða reknar sem  Áætlaðar tekur samstæðu (A hluta og B hluta) sveitarfélagsins á árinu 2019 eru áætlaðar 4.329 m.kr. og heildargjöld eru áætluð 4.096 m.kr. Skuldir samstæðu í árslok 2019 eru áætlaðar 4.636 m.kr. Veltufé frá rekstri í samstæðu er áætlað á bilinu 390-410 m.kr. á ári á fyrrgreindu tímabili. Veltufjárhlutfall (hlutfall milli lausafjár og skammtímaskulda) er áætlað rúmlega 1,1 öll árin. Skuldahlutfall mun hækka úr 71% í 110 % fyrir samstæðu og úr 68% í 75% fyrir A- hlutann.

Álagningarhlutfall úrsvars verður óbreytt eða 14,52%. Álagningarhlutfall A-hluta fasteignaskatts mun lækka úr 0,45% í 0,40%. Álagningarhlutfall í C-hluta fasteignaskatts mun lækka úr 1,55% í 1,39%. Miðað við óbreytt álagningarhlutfall frá fyrra ári þá lækkar álagning fasteignaskatts um 56 m.kr. milli ára.

Framkvæmdir á næstu fjórum árum eru áætlaðar rúmlega 2.0 ma.kr. Þessari áætlun er ekki að fullu lokið og er líklegt að hún taki breytingum milli ára. Gert er ráð fyrir lántöku að fjárhæð 1,6 ma.kr. á tímabilinu og að afborgarnir langtímalána verði um 1,2 ma.kr. Þrjú stærstu verkefnin sem unnið verður að á komandi árum hafa þegar verið ákveðin. Þau eru endurbætur og viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi, bygging leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum og lagning ljósleiðara um dreifðar byggðir Borgarbyggðar. Seinni umræða um fjárhagsætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2019-2022 verður haldin fimmtudaginn 13.desember n.k.


Share: