Fjallað um málefni innflytjenda á Vesturlandi

mars 19, 2007
Þann 21.mars næstkomandi verður haldið málþing um málefni innflytjenda á Vesturlandi. Sjá má dagskrá þingsins með því að smella hér.
Málþingið verður haldið í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík og mun hefjast kl. 10:00 og mun því ljúka um kl. 14:00.
Leitast verður við að svara spurningunni: Hvernig hafa sveitarfélög, atvinnurekendur og íbúar á Vesturlandi tekið á móti innflytjendum ?
Markmiðið með málþinginu er m.a. að varpa ljósi á eftirfarandi spurningar:

  • Höfum við tekið vel á móti innflytjendum hér á Vesturlandi?
  • Hvaða upplýsingar eru í boði fyrir innflytjendur?
  • Hvaða upplýsingar vantar?
  • Hver er stefna stjórnvalda varðandi innflytjendur?
  • Hver er upplifun innflytjenda þegar þeir flytja á Vesturland?
  • Hver eru kjara- og atvinnuréttindi innflytjenda?

Málþingið er öllum opið og gjaldfrjálst. Skráning fer fram á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í síma 437 1318 eða á netfangið kristin@ssv.is
 

Share: