Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka að sér félagslega liðveislu fyrir fullorðinn einstakling
Félagsþjónustan í Borgarbyggd auglýsir eftir hressum einstaklingi, karli jafnt sem konu til starfa sem félagsleg liðveisla.
Starfið felst í að minnka félagslega einangrun og efla virkni einstaklings með fötlun í samfélaginu.
Um er að ræða hlutastarf og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.
Nánari upplýsingar veitir Aðalbjörg Þórólfsdóttir, þroskaþjálfi í síma 433-7100 eða á adalbjorg@borgarbyggd.is