Félagsstarf eldri borgara fer fram á 1. hæð Borgarbraut 65a í Borgarnesi. Þar er opið kl. 12.00 – 16.00 alla virka daga.
Á veturna er skipulagt starf með leiðbeinendum, en á sumrin er opið fyrir spilamennsku og spjall.
Elín Valgarðsdóttir skipuleggur starf eldri borgara í Borgarnesi í samráði við notendur og sér um hádegismat í félagsstarfi, innlit og ýmsa þjónustu við íbúa í þjónustuíbúðum aldraðra.
Starfsemin er fjölbreytt; handavinna, handverk, spilamennska og ýmis námskeið.
Hádegismatur
Í félagsstarfinu á Borgarbraut 65a er boðið upp á hádegismat alla virka daga.
Panta þarf mat með góðum fyrirvara hjá Elínu í síma 8401525
Starfsemi vetrarins verður eftirfarandi:
Dans
Mánudaga kl. 13:00 – 14:00 Byrjar mánudaginn 2. október
Glerbrennsla
Mánudaga kl.13:00 – 16:00
Leiðbeinandi: Elfa Hauksdóttir
Margvíslegt handverk
Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 16:00
Leiðbeinandi: Karólína Ísleifsdóttir
Jóga
Fimmtudaga kl. 13:00 – 14:00 (Byrjar nóvember)
Tónlist
Heimsókn nemenda úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar nokkra föstudaga kl. 13:30 í vetur
Boccia
Þriðjudaga og fimmtudaga kl.10:30 – 11:30 í félagsstarfinu
Laugardaga 11.00 í íþróttahúsinu
Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum stendur fyrir vikulegri starfsemi fyrir eldri borgara í Félagsheimilinu Brún á miðvikudögum.