Félagsmiðstöðin M.Ó.F.Ó á Hvanneyri tekur til starfa að nýju.
Félagsmiðstöðin er staðsett í húsnæði sem áður hýsti Kollubúð á Hvanneyri. M.Ó.F.Ó er fyrir alla unglinga í 7. – 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar og starfsmaður er Álfheiður Sverrisdóttir. Opið er alla miðvikudaga frá kl. 20.00 – 22.00.
Unglingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í kröftugu og skemmtilegu starfi.