
Við sama tækifæri munum við halda upp á 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi með því að bjóða þeim sem líta við hjá okkur upp á kaffi, kakó og smákökur. Þá verða skyndihjálparmyndir sýndar en það má geta þess að nú hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins farið í alla grunnskóla í Borgarbyggð með skyndihjálparkynningar fyrir grunnskólabörn.
Við vonumst til þess að sjá sem flesta og tökum fagnandi á móti öllum, hvort sem þeir eru skráðir sjálfboðaliðar eða ekki. Einnig hvetjum við alla sem tök hafa á því að koma til okkar hlýjum vetrarfatnaði og teppum að koma með það á þessum tíma. Einnig er hægt að setja fatnað í fatagámana, bæði við Félagsbæ og upp á Sólbakka, og merkja þá pokana Úkraínu. Þeir pokar fara þá í fatagám sem sendur verður út um miðjan desember.
F.h. Borgarfjarðardeildar Rauða krossins
Elín Kristinsdóttir formaður