Falleg mynd úr Einkunnum fer víða

janúar 14, 2008
Mynd af ísingu á grasi við Álatjörn í Einkunnum, sem Hilmar Már Arason formaður umsjónarnefndar Einkunna fólkvangs í Borgarbyggð tók síðastliðið haust og er hér á heimasíðunni undir myndir frá Einkunnum, hefur vakið athygli og er m.a. notuð á dagatal Atlantsskipa fyrir árið 2008 og með frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Þær sérstöku aðstæður sem skapa ísingu sem þessa eru ekki algengar, en geta skapast ef t.d. frystir strax eftir mikla rigningar. Þegar þessi mynd var tekin hafði fokið vatn úr Álatjörn yfir grasið þegar hitastig hefur verið um og rétt neðan við frostmark og síðan fryst mikið strax á eftir.
 
Mynd: Hilmar Már Arason

Share: