Fækkum smitleiðum

október 15, 2020
Featured image for “Fækkum smitleiðum”

Í ljósi aukinna smita á landvísu eru íbúar og gestir í Borgarbyggð hvattir til að fara áfram varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum, sem hefur reynst besta vörnin gegn Covid-19.

Nauðsynlegt er að þvo hendur reglulega, halda fjarlægðartakmörk og nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk. Auk þess er mælst til þess að fólk sé ekki að koma saman að óþörfu og að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.

Einungis er eitt staðfest smit í sveitarfélaginu sem stendur og því nauðsynlegt að halda áfram að vera á varðbergi.

Allar upplýsingar um aðgerðir Borgarbyggðar má finna hér.

Auk þess hvetjum við alla til þess að reyna eftir bestu getu að fækka smitleiðum og halda sig heima finni það fyrir einkennum Covid-19.

 

 


Share: