Saman í Sumar

júlí 9, 2019
Featured image for “Saman í Sumar”

Niðurstöður rannsókna sem sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun. Fjölskyldan getur fengist við ýmislegt saman sem þarf ekki að kosta mikið eða jafnvel ekki neitt. Lengi býr að fyrstu gerð og því er ákjósanlegt fyrir foreldra að hvetja til samverustunda fjölskyldunnar þegar börn eru ung og halda þeim inn í unglingsárin eins og kostur er. Viðfangsefnin þurfa jafnframt ekki að vera flókin.

Foreldrahlutverkið er krefjandi og gefandi í senn. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að börn og unglingar foreldra sem beita ákveðnum aðferðum í uppeldi, svokölluðum leiðandi uppeldisháttum, sýna síður merki um þunglyndi, kvíða og áhættuhegðun, s.s. vímuefnaneyslu og afbrotahneigð. Leiðandi uppeldi ýtir jafnframt undir þroska, virkni, sjálfstæði, sjálfsaga og sjálfstraust hjá börnum og unglingum. Það sem einkennir leiðandi foreldra er að þeir krefjast þroskaðrar hegðunar af börnum sínum og unglingum, sýna mikla umhyggju en setja um leið skýr mörk. Jafnframt eru samræður foreldra og barna og unglinga mikilvægur þáttur þar sem foreldrar og börn ræða sjónarmið sín og hugmyndir.

Foreldrar eru bestu lestrarfyrirmyndir barna sinna svo við hvetjum til þess að öll fjölskyldan lesi saman. Benda má á Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar sem inniheldur 31 skemmtilega leið að lestri. 

Dagatölin hafa einnig verið gefin út á ensku og pólsku.

Dagatölin eru öll til án texta þannig að hægt er að fylla inn í þau með eigin hugmyndum. 

Hér má finna fróðleik sem gagnast foreldrum við læsisuppeldi:

Gleðilegt samveru og lestrarsumar


Share: