Ert þú til í að taka þátt í kvartlausum október?

október 8, 2019
Featured image for “Ert þú til í að taka þátt í kvartlausum október?”

Borgarbyggð – heilsueflandi samfélag fetar í fótspor leikskólans Andabæjar og tekur þátt í kvartlausum október. Áskorunin felst í að hreinsa hugann af ómeðvitaðri neikvæðni með því að kvarta ekki í 31 dag samfleytt.

Reglurnar eru:

  • Ekki kvarta
  • Ekki setja útá / gagnrýna neikvætt (því það er í rauninni kvörtun)

Hvað er kvörtun?

  • Öll neikvæð komment í kvörtunartón.
  • Baktal.

Hvað er ekki kvörtun?

  • Ef þú kemur erindinu kurteisislega frá þér við manneskjuna sem málið varðar, bara hana.

Hvað er ekki baktal?

  • Þegar þú talar um aðra á jákvæðum nótum og myndir hiklaust segja þetta beint við aðilann sem þú talar um.

Lítum tilveruna jákvæðum augum í október Sjáðu það góða í upplifunum. Gríptu þig þegar þú ert að hugsa um slæmu eiginleikana við upplifunina eða þú ert að kvarta yfir tilverunni eða dæma annað fólk. Upplifanir eru nefnilega ekki bara góðar eða slæmar, þær eru yfrleitt sambland af þessu tvennu. Það er alltaf eitthvað jákvætt við það sem þú ert að upplifa. Snúðu raunveruleikanum þér í hag með að beina athyglinni þinni á það góða hverju sinni. Sýndu þakklæti. Með því að líta jákvæðum augum á tilveruna býrð þú til betri raunveruleika, sem nærir sjálfan þig og aðra í kringum þig.

Ert þú til?


Share: