
Stjórnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir og Martin Hunger Friðriksson lék undir á rafmagnspíanó. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá tónlistarhátíðarinnar IsNord, sem lýkur með tónleikum tileinkuðum Böðvari Guðmundssyni og verða þeir næstkomandi þriðjudagskvöld í Logalandi. Listrænn stjórnandi og skipuleggjandi IsNord hátíðarinnar er Jónína Erna Arnardóttir.