Engiferskot í sundlauginni í Borgarnesi

febrúar 22, 2018
Featured image for “Engiferskot í sundlauginni í Borgarnesi”

Engiferskot í sundlauginni í Borgarnesi

Sundlaugin í Borgarnesi býður nú gestum sínum engiferskot.

Ávinningur þess að taka inn engiferrót eru margir en hún hefur meðal annars góð áhrif á meltinguna, vinnur á bólgum og eykur blóðflæðið í líkamanum. Þar sem ég æfi mikið og stunda lyftingar þá er ekki óalgengt að upplifa vöðvabólgu eða verki í vöðvum/liðum og vinnur engiferrótin ansi vel á það.

Engiferrót er þekkt lækningajurt í kínverskri læknisfræði en hún er aðallega þekkt fyrir það að stuðla að heilbrigðri meltingu, vinna á bólgum í líkamanum en er einnig stútfull af andoxunarefnum. Við það að taka eitt engiferskot ásamt því að drekka vatn á morgnana þá kemur þú meltingunni á gott ról inn í daginn.

 


Share: