Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar fimmtudaginn 18. nóvember síðastliðinn var samþykkt samhljóða endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.
Helstu niðurstöðutölur samstæðureiknings eru:
Heildartekjur 2.352,5 milljónir
Niðurstaða án fjármagnsliða 176,4milljónir
Rekstrarafgangur44,8 milljónir
Framkvæmdir og fjárfestingar 23,5 milljónir
Veltufé frá rekstri 194, 3 milljónir
Niðurstaða endurskoðaðrar áætlunar er nokkru betri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Helstu ástæður þess eru hærri tekjur en sveitarfélagið fékk úthlutað aukaframlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga auk endurgreiðslu vegna hækkunar tryggingargjalds, jafnframt er fjármagnskostnaður lægri vegna minni verðbólgu og vaxtalækkana.
Endurskoðuð áætlun ber einnig með sér að þær hagræðingaraðgerðir sem ráðist hefur verið í undanfarin tvö ár hafa skilað verulegum árangri.