Endurbætur á þrekaðstöðunni á Varmalandi.

febrúar 8, 2007
Um þessar mundir er verið að vinna að endurbótum á þrekaðstöðunni í íþróttahúsinu á Varmalandi.
 
Verið er að brjóta niður veggi og fleira til þess að rýmka um í þreksalnum, en auk þess verður sturtuaðstaðan lagfærð, settir upp speglar, rýmið málað og fl.
Það er Ásgeir Rafnsson umsjónarmaður fasteigna sem annast verkið, ásamt Guðmundi Finnssyni, umsjónarmanni íþróttahússins á Varmalandi.
 
Um málningarvinnuna sér Axel Þórarinsson málarameistari.
Reiknað er með að verkinu ljúki í næstu viku.
 
Á meðfylgjandi mynd má sjá þar sem búið er að fjarlægja vegginn sem átti að taka.
Jökull Helgason
Verkefnisstj. framkvæmdasviðs – (Ljósmynd: Jökull)

Share: