Endurbætur á Lyngbrekku

janúar 24, 2007
Á síðustu dögum hafa staðið yfir nokkrar endurbætur á félagsheimilinu Lyngbrekku. Um er að ræða lagfæringar á hita- og rafmagnsmálum í húsinu og var það Glitnir ehf í Borgarnesi sem vann verkið. Meðal þess sem gert hefur verið er að settir voru nýir hitablásarar í salinn, gerðar endurbætur á lýsingu og rafmagnstenglar lagfærðir. Þá hefur rafmagnstenglum verið bætt við á sviðinu og lýsing þar verið aukin.
Bygging félagsheimilisins Lyngbrekku hófst árið 1959, en það var vígt fullklárað árið 1967. Húsið er skv. landskrá fasteigna um 433 m2, er að helmingi til í eigu Borgarbyggðar og sinn hvor fjórðungshlutinn er í eigu ungmennafélaganna Björns Hítdælakappa og Egils Skallagrímssonar.

Share: