Ekkert fikt!! – Fræðsla og átak gegn flugeldaslysum

desember 10, 2008
Slökkvilið Borgarbyggðar og Lögreglan í Borgarfirði og Dölum hafa tekið höndum saman um fræðslu í Grunnskólum Borgarbyggðar og Laugargerðisskóla. Átakið hefst nú í þessari 50. viku. Átakinu er beint að unglingastigi skólanna, það er nemendum 7. til 10. bekkjar. Það eru þau Laufey Gísladóttir lögreglumaður og Haukur Valsson eldvarnaeftirlitsmaður sem sjá um að fræða unglingana um þá slysa og eldhættu sem felst í því að taka í sundur og fikta með flugelda. Fræðslan felst í því að farið er yfir, lög og reglur sem gilda um þennan varning, eld og slysahættu sem þessu er samfara. Einnig eru sýndar myndir og viðtöl við þá sem örkumlast hafa af þessum völdum.
Mynd: Sigurjón Einarsson.

Share: